Í kvöld fór fram úrslitaleikur 3. deildar karla þar sem Breiðablik B og ÍR B mættust í hörkueinvígi.

Breiðablik varð deildarmeistari í deildinni og sigraði Hrunamenn í undanúrslitum deildarinnar. Á meðan unnu ÍR B lið Hauka B örugglega í undanúrslitunum.

Að lokum fór svo að Breiðablik B sigraði úrslitaleikinn og eru því Íslandsmeistarar í 3. deild karla. Á Facebook síðu Blika segir:
Eftir leik sagði Þórir, þjálfari liðsins að hann fyndi fyrir hamingju og þakklæti innra með sér, en fyrst og fremst fyndi hann fyrir létti. Hann sagði þetta verkefni hafa verið mjög krefjandi og hafi hann verið mikið frá fjölskyldunni á meðan tímabilinu stóð. Nú ætli hann að taka sér stutt sumarfrí og byrja svo að undirbúa næsta vetur, hann segir menn alls ekki hætta og það sé botnlaust hungur í árangur í þessum hópi.

Karfan óskar B-þjóðinni innilega til hamingju með titilinn og sendir bestu kveðjur í innilegan fögnuð liðsins.