Einn leikur fór fram í undanúrslitum Dominos deildar kvenna í gærkvöldi.

KR lagði Val með 87 stigum gegn 85 í Origo höllinni. Mikilvægur sigur fyrir KR, sem voru komnar með bakið upp að vegg, 2-0, fyrir leikinn.

Staðan því orðin 2-1 og fær Valur annað tækifæri til þess að klára einvígið komandi sunnudag, þá á heimavelli KR í DHL höllinni.

Karfan spjallaði við þjálfara KR, Benedikt Guðmundsson, eftir leik í Origo höllinni.