Valsstúlkur tryggðu sér rétt í þessu sigur gegn Keflavík í þriðja leik úrslitaeinvígis Dominos deildar kvenna.

Valur sigraði einvígið því með þremur sigrum gegn engum Keflavíkur og er Íslandsmeistari í fyrsta skipti.

Titillinn ekki sá eini sem Valur hefur unnið í vetur, en þær höfðu áður tryggt sér bæði Geysisbikarinn og deildarmeistaratitilinn.

Karfan spjallaði við leikmann Vals, Ástu Júlíu Grímsdóttur, eftir leik í Origo Höllinni.