Einn leikur fór fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt.

Í AT&T höllinni í San Antonio lögðu heimamenn í Spurs lið Denver Nuggets. Jöfnuðu þeir því einvígið, 3-3 og tryggðu sér oddaleik, sem fara mun fram í Denver komandi laugardag.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var framherjinn LaMarcus Aldridge með 26 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir gestina frá Denver var það miðherjinn Nikola Jokic sem dróg vagninn með 43 stigum, 12 fráköstum og 9 stoðsendingum.

Tölfræði leiks