Hamar lagði Þór í gær með 101 stigi gegn 82 í fyrstu deild karla. Eftir leikinn var Þór sem áður í efsta sæti deildarinnar með 30 stig eftir fyrstu 19 umferðirnar. Fjórum stigum fyrir aftan þá í þriðja sætinu eru svo Hamar, en þeir eru tveimur stigum frá Fjölni sem eru í öðru sætinu.

Þrátt fyrir tapið verður að þykja mjög líklegt að Þór séu búnir að tryggja sér beinan farseðil aftur upp í Dominos deildina. Hamar þarf hinsvegar að fara í gegnum úrslitakeppni, ætli þeir sér upp í deild hinna bestu, en eins og staðan er í dag, myndu þeir mæta Hetti í undanúrslitum um sæti upp. Tveir leikir eru þó eftir af tímabilinu, þannig að bæði getur það verið að liðið klifri upp um eitt sæti í deildinni, sem og gætu þeir allt eins endað í því fimmta.

Hér fyrir neðan eru svipmyndir úr leik gærkvöldsins, sem og viðtöl við þjálfara Þórs Lárus Jónsson, þjálfara Hamars, Máté Dalmay, sem og leikmann Þórs, Bjarna Rúnar Lárusson og frá Hetti Everage Lee Richardson.

Viðtöl, samsetning / Jóhannes Helgason