Hamar lagði Fjölni í fyrradag með 112 stigum gegn 80 í fyrstu deild karla. Leikurinn sá síðasti í deildarkeppni fyrstu deildar þessa tímabils, en Þór hafði fyrir umferðina tryggt sér efsta sætið og beina leið aftur upp í Dominos.

Eftir leikinn voru Hamar og Fjölnir jöfn að stigum, með 30 hvort, en sökum innbyrðisviðureignar eru Fjölnir í öðru sætinu en Hamar því þriðja. Úrslitakeppni deildarinnar hefst þann 21. næstkomandi, en í undanúrslitum mætir Hamar Hetti og Fjölnir liði Vestra.

Hér fyrir neðan eru svipmyndir úr leik föstudagsins, sem og viðtöl við þjálfara Fjölnis Fal Harðarson, þjálfara Hamars, Máté Dalmay og leikmann Florijan Jovanov.

Viðtöl, samsetning / Jóhannes Helgason