Viðar Ágústsson hefur verið mikilvægur hlekkur í djúpu liði Stólanna. Hann spilaði frábærlega varnarlega eins og alltaf í kvöld og skilaði mikilvægum 8 stigum að auki í mögnuðum sigri á ÍR:

Það er viðeigandi að grípa þann frasa að það er stutt á milli hláturs og gráturs í þessu…

Já algjörlega, þetta var orðið helvíti svart þarna á tímabili í fjórða leikhluta. En hann hefur sett áður svona clutch-skot, eins og með KR í Grindavík!

Jájá, það er einmitt það fyrsta sem poppaði upp í hugann! Það má alla vega segja að Urald King færi seint að gera þetta fyrir ykkur?

Já, þetta eru mjög ólíkir leikmenn!

Jújú vissulega! En segðu mér, var ÍR-vörnin virkilega góð, sóknin hjá ykkur ekki alveg að rúlla í leiknum eða kannski bara hvoru tveggja?

Ég held bæði, þeir eru með flotta leikmenn og góða varnarmenn og við vorum kannski ekki alveg að finna opnu skotin. Það var alltaf einn opinn maður, það kannski vantaði aukasendinguna svolítið í sóknina hjá okkur til að finna þetta opna skot…

…jájá…og kannski aðeins meiri hraða í spilið…

Já, mikið rétt.

Nú er ég ekki að taka viðtal fyrir Séð og heyrt en mér hefur borist til eyrna að það hafi verið eitthvað ósætti og illt blóð hjá ykkur eftir áramótin án þess að þurfa að fara nánar út í það, er það ekki rétt?

Nja…þetta var bara þannig að þetta var ekki að smella hjá okkur eftir áramót. Mér fannst við missa aðeins móralinn og við þurftum að gera einhverjar breytingar og þetta voru kannski einu breytingarnar sem voru í boði.

Myndir þú þá segja að þetta sé á réttri leið núna og þið náið kannski að trekkja ykkur aftur í svipaðan gír og þið voruð í á fyrri hluta tímabilsins?

Já ég er viss um það. Nú er mikið skemmtilegra á æfingum og það smitast í leikina og ég held að breytingarnar hjálpi bara gríðarlega.

Það er kannski bara gott upp á móralinn og stemmningu að heimamennirnir, eins og þú sjálfur, fái að spila meira, enginn Ojo til að taka mínútur. Og það var ekkert að þínu framlagi í kvöld.

Nei, þakka þér fyrir það! Já ég tek undir það, við erum með fullt af efnilegum heimamönnum og um að gera að nýta hópinn. Við ætlum bara að vinna rest og þá erum við öruggir með þriðja sætið!

Viðtal: Kári Viðarsson