26. umferð Dominos deildar kvenna kláraðist í kvöld með þremur leikjum.

Fyrsti leikur umferðarinnar fór fram í gær, en í honum lagði Stjarnan heimakonur í Haukum með 78 stigum gegn 59.

Í kvöld sigraði Valur svo Keflavík, Breiðablik sigraði KR og Snæfell bar sigurorð af Skallagrím.

Með sigrinum á Kefla verður að teljast ansi líklegt að Valur hafi verið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn, en liðin voru jöfn að stigum fyrir umferðina. Með aðeins tvo leiki eftir, er ólíklegt að Valur sem búnar eru að vinna 16 leiki í röð í deildinni misstígi sig.

Þá er spennan um síðasta sæti úrslitakeppninnar að harðna all svakalega. KR og Snæfell nú jöfn að stigum með 30 í 4. og 5. sæti deildarinnar.

Breiðablik sem fyrr á botni deildarinnar, tæknilega ekki fallnar, en þær þurfa þó að sigra síðustu tvo leiki sína og treysta á að Skallagrímur tapi sínum til þess að eigja þess von að halda sæti sínu í deildinni.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

Valur 80 – 68 Keflavík

KR 86 – 87 Breiðablik

Skallagrímur 63 – 71 Snæfell