Næstsíðustu umferð Dominos deildar kvenna lauk í kvöld með fjórum leikjum. Segja má að línur hafi heldur betur skýrst í umferðinni og einungis óljóst hvaða lið mun hreppa fjórða sæti.

Valsarar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Stjörnunni á útivelli. Sigur Vals var nokkuð stór en liðið mun lyfta bikarnum í næsta leik á heimavelli gegn Snæfell.

Örlögin eru ráðin fyrir Blika sem falla niður í 1. deild kvenna eftir tap í Keflavík. Liðið hefur unnið þrjá leiki í þessari umferð en það var of lítið, of seint.

Gunnhildur Gunnarsdóttir hélt lífi í baráttu Snæfells um fjórða sætið með sigurkörfu á ögurstundu í kvöld. Á sama tíma vann KR í Borgarnesi og eru liðin því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina.

Staðan í deildinni

Nánar verður fjallað um leiki dagsins á Körfunni síðar í dag.

Úrslit dagsins:

Dominos deild kvenna

Snæfell 76-74 Haukar

Skallagrímur 66-85 KR 

Keflavík 81-69 Breiðablik

Stjarnan 68-90 Valur