Leikir tvö í átta liða úrslitum Dominos deildar karla fóru fram í kvöld þar sem KR og Tindastóll juku forystu sína.

Í DHL höllinni voru Keflvíkingar í heimsókn en KR hafði náð forystu með sigri í Keflavík. KR sótti til sigurs en frammistaða Pavel Ermolinski stóð uppúr í leiknum. KR þar með komið í 2-0 forystu og getur klárað einvígið á miðvikudag.

Flestir höfðu búist við því að Þór Þ myndi bíta frá sér í kvöld eftir tap á Sauðárkrók. Sú varð ekki alveg raunin þar sem frábær byrjun Tindastóls skóp sigurinn á Þór. Sauðkrækingar þar með einnig komnir í 2-0 og geta klárað einvígið á sínum heimavelli á miðvikudag.

Dominos deild karla – Átta liða úrslit: 

KR-Keflavík 86-77 (17-22, 28-17, 18-13, 23-25)

KR: Pavel Ermolinskij 22/10 fráköst/5 stoðsendingar, Julian Boyd 21/6 fráköst, Kristófer Acox 16/10 fráköst/5 stolnir, Michele Christopher Di Nunno 15/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 7, Jón Arnór Stefánsson 5/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 0, Orri Hilmarsson 0, Emil Barja 0, Björn Kristjánsson 0, Finnur Atli Magnússon 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 21/5 stoðsendingar, Michael Craion 21/17 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Gunnar Ólafsson 16/8 fráköst, Reggie Dupree 7, Ágúst Orrason 6, Guðmundur Jónsson 3, Magnús Þór Gunnarsson 3, Magnús Már Traustason 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Andri Þór Tryggvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Mindaugas Kacinas 0.

Viðureign: 2-0

Þór Þ.-Tindastóll 73-87 (13-28, 19-15, 21-16, 20-28)

Þór Þ.: Halldór Garðar Hermannsson 20, Kinu Rochford 16/11 fráköst, Nikolas Tomsick 14/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jaka Brodnik 11/8 fráköst, Ragnar Örn Bragason 5, Emil Karel Einarsson 4/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 0, Styrmir Snær Þrastarson 0, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Tristan Rafn Ottósson 0.

Tindastóll: Philip B. Alawoya 25/16 fráköst, Danero Thomas 16/10 fráköst/5 stolnir, Pétur Rúnar Birgisson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 9, Dino Butorac 7, Friðrik Þór Stefánsson 5, Helgi Rafn Viggósson 4, Axel Kárason 3/4 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Brynjar Þór Björnsson 3/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 0, Finnbogi Bjarnason 0.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll Friðriksson

Viðureign: 0-2

Næstu leikir::
27.03. Stjarnan-Grindavík.
27.03. Njarðvík-ÍR.