Fjórir leikir voru á dagskrá Dominosdeildar karla í kvöld. Merkilegt nokk unnust þeir allir á útivelli.

Þórsarar gerðu góða ferð í Borgarnes og unnu sigur á Skallagrími. Lokatölur: 74 – 89

Valur vann auðveldan sigur á Breiðablik, sem virðast vera alveg hættir. Lokatölur: 69 – 93.

KR-ingar án Jóns Arnórs gerðu góða ferð til Grindavíkur og sigruðu heimamenn eftir að hafa verið undir í fjórða leikhluta. Lokatölur: 94 – 103.

Tindastólsmenn unnu mikilvægan sigur á ÍR eftir æsispennandi leik og framlengingu. Lokatölur: 85 – 90.