22. og síðasta umferð Dominos deildar karla fór fram í kvöld.

Stjarnan lagði Hauka í Hafnarfirði og eru þeir því deildarmeistarar. Jafnir þeim að stigum í efsta sætinu voru Njarðvík, sem lögðu Skallagrím í kvöld, en vegna innbyrðisviðureignar er það Stjarnan sem er ofar.

Viðureignir 8 liða úrslitanna eru því klár, en þau munu hefjast þann 21. næstkomandi.

Stjarnan byrjar heima gegn Grindavík, Njarðvík byrjar heima gegn ÍR, Tindastóll byrja heima gegn Þór og Keflavík byrjar heima gegn Íslandsmeisturum KR.

Lokastaða Dominos deildar karla:

  1. Stjarnan
2. Njarðvík
3. Tindastóll
4. Keflavík
5. KR
6. Þór
7. ÍR
8. Grindavík

______________

9. Valur
10. Haukar

______________

11. Skallagrímur – fall
12. Breiðablik – fall

 

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

 
Dominos deild karla:
 
Grindavík 81 – 85 ÍR 
 
KR 103 – 68 Breiðablik 
 
Njarðvík 113 – 84 Skallagrímur
 
Tindastóll 89 – 68 Keflavík 
 
Valur 96 – 87 Þór
 
Haukar 76 – 107 Stjarnan