25. umferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld með fjórum leikjum.

Keflavík lagði Íslndsmeistara Hauka, Valur vann Breiðablik, Stjarnan sigraði Skallagrím og Snæfell bar sigurorð af KR.

Staðan við topp deildarinnar ennþá í járnum eftir þessa fjórðu síðustu umferð. Valur með 38 stig í efsta sætinu líkt og Keflavík, en með betri innbyrðis stöðu á þær. Stjarnan er svo í þriðja sætinu, tveimur stigum fyrir ofan KR í því fjórða. Sigur Snæfells á KR í kvöld var nokkuð stór fyrir þær, en þær eru í fimmta sætinu, nú aðeins einum sigurleik, tveimur stigum fyrir neðan KR.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild kvenna:

Keflavík 79 – 69 Haukar

Breiðablik 70 – 95 Valur

Stjarnan 72 – 67 Skallagrímur

Snæfell 89 – 81 KR