Fimm leikir fóru fram í 20. umferð Dominos deildar karla í kvöld.

Keflavík lagði heimamenn í Þór í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn, ÍR vann Njarðvík í framlengdum leik í Ljónagryfjunni, Tindastóll sigraði Breiðablik í Síkinu og Grindavík bar sigurorð af Haukum í DB Schenker höllinni í Hafnarfirði.

Þá lögðu Valsmenn lið Skallagríms í Origo höllinni. Leikurinn síðasta tækifæri Skallagríms til þess að bjarga sæti sínu í deildinni. Eftir hann því ljóst að þeir fara beint aftur niður í 1. deildina að þessu tímabili loknu.

Síðasti leikur umferðarinnar er svo leikur Íslandsmeistara KR og bikarmeistara Stjörnunnar, en hann fer fram í DHL höllinni annað kvöld.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Dominos deild karla:

Þór 99- 103 Keflavík

Njarðvík 95 – 98 ÍR

Tindastóll 94 – 70 Breiðablik

Haukar 73 – 83 Grindavík

Valur 100 – 77 Skallagrímur