Leikir tvö í átta liða úrslitum Domunos deildar karla fóru af stað í kvöld með tveimur leikjum.

Njarðvík tók 2-0 forystu í einvígi liðsins gegn ÍR eftir sannfærandi sigur í Breiðholti. Njarðvík leiddi allan tíman en ÍR gerði nokkrar tilraunir til að komast aftur í leikinn en það var of lítið.

Grindvíkingar jöfnuðu einvígið gegn Stjörnunni með frábærum sigri í Mustad höllinni. Grindavík var með leikinn í sínum höndum í fjórða leikhluta en Stjarnan náði magnaðri endurkomu. Allt leit út fyrir að leikurinn væri á leið í framlengingu þegar Ólafur Ólafsson setti ótrúlega flautukörfu til að tryggja sigur Grindavíkur.

Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Körfunni síðar í kvöld.

Úrslit kvöldsins: 

Dominos deild karla:

Grindavík 84-82 Stjarnan

  • 1-1 í einvíginu

ÍR 70-85 Njarðvík

  • 0-2 í einvíginu