Þrír leikir fóru fram í Dominos deild kvenna í kvöld þar sem 23. umferð deildarinnar lauk.

Blikar halda enn lífi í deildinni er liðið vann sinn annan leik á tímabilinu. Liðið vann sigur á Skallagrím sem hefur gengið afleitlega síðustu misseri. Síðasti sigurleikur Blika kom þann 24. nóvember síðastliðinn.

Stjarnan vann öruggan sigur á KR sem hafa tapað þremur leikjum í röð og eru að missa af lestinni á toppnum. Stjarnan nálgast hinsvegar þriðja sætið óðfluga. Spennan var mikil í Keflavík þar sem heimakonur höfðu sigur á Snæfell en gestirnir höfðu leitt leikinn lungan úr leiknum.

Úrslit dagsins:

Dominos deild kvenna:

Breiðablik 81-72 Skallagrímur

Keflavík – Snæfell

Stjarnan 80-58 KR