Næst síðustu umferð Dominos deildar karla lauk í kvöld með tveimur leikjum.

Í Breiðholti vann KR góðan útisigur á ÍR og heldur þar með í vonina að ná í fjórða sæti deildarinnar. ÍR aftur á móti keppir að sjöunda sætinu en sæti í úrslitakeppninni er tryggt.

Stjarnan kom sér aftur á toppinn og í góða stöðu að sækja deildarmeistaratitilinn í lokaumferðinni með sigri á Grindavík. Grindvíkingar eru í baráttu við ÍR um sjöunda sætið.

Nánar verður fjallað um leiki dagsins á Körfunni í kvöld.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla:

ÍR 72-80 KR

Stjarnan 91-73 Grindavík