Leikjum þrjú í átta liða úrslitum Dominos deild karla lauk í kvöld og var sópurinn á lofti í kvöld.

Í Keflavík fóru heimamenn í sumarfrí er liðið tapaði ansi stórt fyrir KR í leik þrjú. Þar með sópaði KR Keflvíkingum úr leik og staðan 3-0 fyrir KR.

Þórsarar gerðu góða ferð á Sauðárkrók þar sem liðið var upp við vegg gegn Tindastól 2-0. Þór minnkaði muninn og fá annan leik á sínum heimavelli næsta laugardag.

Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Körfunni.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla:

Keflavík 64-85 KR

Tindastóll 67-87 Þór Þ