Tveir leikir voru í 8 liða úrslitum Dominos deildar karla í kvöld.

Í Grindavík lögðu gestirnir úr Stjörnunni heimamenn. Leikurinn sá þriðji sem Stjarnan sigraði í einvíginu, þeir því komnir áfram í undanúrslit eftir 3-1 sigur.

Í Breiðholtinu lögðu heimamenn í ÍR lið Njarðvíkur. Staðan í því einvígi því 2-2, en oddaleikur liðanna fer fram komandi mánudag.

Úrslit kvöldsins:

8 liða úrslit – Dominos karla:

Grindavík 76 – 83 Stjarnan 

ÍR 87 – 79 Njarðvík