Einum leik er lokið í 21. umferð Dominos deildar karla en þrír leikir eru síðar í kvöld. Í kvöld kom í ljós hvaða lið leika í úrslitakeppninni.

Í Þorlákshöfn tóku heimamenn á móti Haukum þar sem Þór gaf tóninn í fyrri hálfleik. Segja má að sigur Þórs hafi aldrei verið í hættu þar sem liðið vann að lokum öruggan 99-76 sigur á Haukum.

Það þýðir að Haukar eiga ekki lengur séns á sæti í úrslitakeppninni í ár en Þór er að klífa töfluna. Heimaleikurinn gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag verður því kveðjuleikur Ívars Ásgrímssonar með Hauka.

Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Körfunni í kvöld.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla:

 
Skallagrímur Tindastóll – í gangi
 
Breiðablik Njarðvík – í gangi
 
Keflavík Valur – í gangi