24. umferð Dominos deildar kvenna fór fram í dag.

Breiðablik sigraði Hauka í Hafnarfirði, Keflavík lagði Skallagrím í Borgarnesi, Valur vann KR í DHL höllinni og í Stykkishólmi bar Stjarnan sigurorð af heimakonum í Snæfelli. Staðan í deildinni breyttist lítið við úrslit dagsins. Stærstu fréttirnar þær að Stjarnan er nú komin í þriðja sætið og Breiðablik eru ekki ennþá fallnar, en sigur þeirra í dag var þeirra annar í jafnmörgum síðustu leikjum.

Staðan í Dominos deildinni

 

Þá voru tveir leikir í fyrstu deild kvenna. Þór lagði Tindastól á Akureyri og í Grindavík báru heimakonur sigurorð af Hamri.

Staðan í 1. deildinni

Úrslit dagsins

Dominos deild kvenna:

Haukar 70 – 86 Breiðablik

Skallagrímur 70 – 92 Keflavík

KR 67 – 98 Valur

Snæfell 66 – 73 Stjarnan

 

1. deild kvenna:

Þór 86 – 58 Tindastóll

Grindavík 77 – 41 Hamar