Í síðustu umferð deildarkeppni dominosdeildar karla  tóku Njarðvíkingar á móti Skallagrímsmönnum í Ljónagryfjunni. Ljóst var fyrir leik að Njarðvík þyrfti að vinna og Stjarnan að tapa til þess að Njarðvík yrðu deildarmeistarar. Bæði Tindastóll og Keflavík voru einum sigri á eftir Njarðvík sem er með innbyrðis gegn Keflavík en ekki Tindastól. Það var því nokkuð ljóst að endanleg röðun inn í úrslitakeppnina kæmi ekki í ljós fyrr en að öllum leikjum loknum.

Fyrsti leikhluti byrjaði með látum beggja liða. Elvar Már var á eldi og setti þrjá þrista á fyrstu 4 mínútunum. Skallarnir svöruðu jafn óðum og liðin skiptust á að leiða framan af leikhlutanum. Þegar líða fór á seinni hlutann í leikhlutanum, þá náðu Njarðvíkingar að skapa sér smá forystu. Sóknin að ganga vel hjá báðum liðum en lítið um góða varnartilburði. Staðan eftir fyrsta leikhluta  36 – 27.

Hraðinn var gífurlegur í byrjun annars leikhluta. Njarðvíkingar settu fyrstu 8 stiginn en Skallarnir svöruðu með næstu 6. Njarðvíkingar bættu aðeins í áður en Skallagrímur fóru að naga niður forystu Njarðvíkinga sem fór minnst niður í 4 stig þegar tæpar 4 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Njarðvíkingar bættu þá vel í síðustu mínúturnar og bjuggu sér til ágætis forystu inn í hálfleikshlé. Staðan í hálfleik 62 – 52.

Stigahæstir í hálfleik voru: Elvar Már 17 stig og Kristinn Páls 14 fyrir Njarðvík. Jackson með 14 og Matej með 13 fyrir Skallagrím.

Leikurinn áfram gríðarlega hraður en það fór aðeins að bera á varnartilburðum hjá Njarðvíkingum þegar líða fór á leikhlutann og þegar um 4 mínútur voru eftir þá voru Njarðvíkingar komnir með 17 stiga forystu. Gríðarlega mikið skorað í þessum leik. Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta 94 – 71.

Njarðvíkingar settu fyrstu 7 stig fjórða leikhluta, komust 30 stigum yfir og gerðu þannig út um leikinn. Það var gaman að sjá þá Alexander, Aron Inga og Andra Stein hjá Skallagrím sem eru 14 og 15 ára fá sinn fyrsta úrvalsdeildar leik á loka mínútunum. Lokatölur 113 – 84.

Byrjunarlið:

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson, Jeb Ivey, Eric Katenda, Maciek Baginski og Mario Matasovic.

Skallagrímur: Gabríel Sindri Möller, Matej Buovac, Björgvin Hafþór Ríkharðsson, Bjarni Guðmann Jónsson og Audre Jackson.

Þáttaskil:

Njarðvíkingar voru aðeins betri framan af leiknum en um leið og þeir fóru að spila vörn í þriðja leikhluta skildu leiðir og Njarðvík sigldi fram úr.

Tölfræðin lýgur ekki:

Njarðvíkingar hittu rosalega vel fyrir utan þriggjastiga línuna. Þeir settu 16 af 36 skotum sínum niður í kvöld.

Hetjan:

Bjarni Guðmann Jónsson átti fínan leik og Björgvin Hafþór Ríkharðsson var virkilega góður fyrir lið Skallagríms.

Hjá Njarðvík var liðið eins og það lagði sig í miklu stuði. Kristinn Pálsson átti sinn besta leik í langan tíma en bestur á vellinum var Elvar Már Friðriksson sem setti 27 stig.

Kjarninn:

Varnarlega séð var þetta alveg skelfilegur leikur hjá báðum liðum. En sóknarboltinn var undurfagur og þegar hraðinn var sem mestur voru liðin að spila eins og markmiðið væri að ná svona 250 stigum samanlagt. Skallagrímsmenn þurfa ekkert að skammast sín fyrir frammistöðuna í kvöld. Njarðvíkingar geta fagnað góðum sóknarleik en hljóta að vilja sjá betri varnarleik. Huggun Njarðvíkinga felst í því að vörnin datt af stað þegar liðnar voru 25 mínútur af leiknum.

Tölfræði

Viðtöl: