Þórsarar lögðu Vestra að velli í lokaleik liðanna í kvöld þegar liðin mættust í íþróttahöllinni á Akureyri, lokatölur Þór 89 – Vestri 81.

Leikur liðanna var afar sveiflukenndur og skiptust liðin á að leiða en lengst af voru þó Þórsarar skrefinu á undan gestunum.

Gestirnir byrjuð leikinn betur og höfðu yfir fyrstu mínútur leiksins en smá saman komst Þór inn í leikinn og leiddi eftir fyrsta leikhluta með 5 stigum 26-21. Jafnt var á með liðunum og skoruðu liðin hvort um sig 22 stig og Þór leiddi í hálfleik með fimm stigum 48-43.

Gestirnir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og eftir tveggja mínútna leik voru Vestramenn komnir yfir 50-53. Vestri spilaði mun betur en heimamenn í þriðja leikhluta og unnu hann með 6 stigum 21-27 og leiddu af honum loknum með einu stigi 69-70.

En Þórsliðið reyndist sterkara á lokasprettinum og unnu hann með 9 stigum 20-11 og lokatölur 89-81.

Hjá Þór voru þeir Larry Thomas og Kristján Pétur atkvæðamestir. Larry var með 29 stig 12 fráköst og 8 stoðsendingar, Kristján Pétur 23 stig þar setti hann niður 6 þrista í 12 tilraunum og að auki var hann með 7 fráköst. Pálmi Geir var með 14 stig og 8 fráköst, Bjarni Rúnar 11 stig 8 fráköst og 5 stoðsendingar, Júlíus Orri 5 stig, Baldur Örn 4 stig og 5 fráköst, Ragnar Ágústsson 3 stig og 5 fráköst.

Hjá Vestra var Jure Gunjina 30 stig og 10 fráköst, Nemanja Knezevic 17 stig 24 fráköst og 6 stoðsendingar, Helgi Snær 12 stig, Gunnlaugur 10, Hilmir 7, Guðmundur Auðun 3 og Egill Fjölnisson 2.

Þór lauk keppni í efsta sæti deildarinnar með 34 stig eða fjórum stigum oftar en Fjölnir og Hamar sem koma í 2. og 3. sæti deildarinnar. Þór vann 9 af 10 heimaleikjum vetrarsins og í ellefu útileikjum voru sigrarnir 8 en tapleikirnir 3. Í heimaleikjum skoraði liðið 96,9 stig að meðaltali og fékk á sig 81,5 stig. Í útileikjunum skoraði liðið 97,4 en fékk á sig 86,8.

Tölfræði deildarinnar

Tölfræði leiks

Fyrir leikinn í kvöld var Bjarni Rúnar Lárusson kallaður upp og honum færður blómavöndur sem þakklætisgjöf en Bjarni var að leika sinn síðasta leik fyrir Þór í kvöld. Bjarni Rúnar sem kom til Þórs frá Hamri hefur verið í herbúðum Þórs síðustu fjögur tímabil flytur á vordögum aftur í sinn gamla heimabæ, Hveragerði. Körfuknattleiksdeild Þórs þakkar Bjarna Rúnari fyrir hans framlag til klúbbsins og óskar honum góðs gengis í komandi verkefnum.

Hér að neðan eru viðtöl sem tekin voru við Pálma Geir fyrirliða og Bjarna Rúnar.

Pálmi Geir 

Bjarni Rúnar 

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Palli Jóh