Deildarkeppni Dominos deildar kvenna lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Heimasíða Njarðvíkur vakti fyrr í dag athygli á merkilegri staðreynd um leiki kvöldsins.

Í kvöld verður ansi skemmtileg sögustaðreynd að veruleika þegar þrír dómarar frá Njarðvík dæma saman sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í þriggja dómara kerfinu hér á landi. Munun þeir hafa verið settir á viðureign Hauka og Skallagríms í lokaumferð Domino´s-deildar kvenna.

Á heimasíðu Njarðvíkur segir ennfremur. “Reynslubolti hópsins er vissulega Sigmundur Már Herbertsson en með honum í kvöld dæma þeir Friðrik Árnason og Birgir Örn Hjörvarsson. Glæsilegir fulltrúar Ungmennafélags Njarðvíkur í eldlínunni en hjá dómurum rétt eins og öðru körfuboltafólki stendur vertíðin nú sem hæst. Gangi ykkur vel herramenn.”