Í kvöld verður Þór Ak afhent verðlaun sín fyrir að vera deildarmeistari í 1. deild karla. Liðið er búið að vinna deildina, komnir með 32 stig úr þeim 20 umferðum sem búnar eru. Fjölnir er tveimur stigum fyrir neðan Þór í öðru sætinu, með 30 stig. Þór Ak hefur forystu í innbyrgðisviðureignum liðanna svo Fjölnir kemst ekki upp fyrir liðið. Þór tryggði sér deildarmeistaratitilinn um síðustu helgi með sigri á Snæfell.

Þór Ak hefur því endurheimt sæti sitt í Dominos deild karla á ný eftir ársdvöl í 1. deildinni. Liðið sleppur við úrslitakeppnina en liðin í 2.-5. sæti keppist um eitt laust sæti í efstu deild að ári.

Staðan í deildinni

Þór Ak mætir Vestra á heimavelli og hefst leikurinn kl. 19:15 og verður bikarafhending að loknum leik.

Mynd: Palli Jóh-Thorsport.is