Þjálfaralistinn fyrir Körfuboltabúðir Vestra 2019 er klár og er hann ekki af verri endanum þetta árið frekar en hin fyrri.

Yfirþjálfari búðanna er sem fyrr Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KR. Með honum verða þrautreyndir íslenskir þjálfarar í bland við spennandi erlenda þjálfara.

Þjálfararnir í ár eru:

 • Pétur Már Sigurðsson – Þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni
 • Danielle Rodriguez – Leikmaður og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni
 • Fran Garcia – Þjálfari spænska liðsins Zamora
 • Ricardo Davila – Yngri flokka þjálfari hjá Keflavík og fyrrum landsliðsþjálfari Chile og Norður Kóreu
 • Lidia Mirchandani Villar – Fyrrum leikmaður spænska landsliðsins
 • Patechia Hartman – Fyrrum leikmaður KR
 • Alexandra Petersen – Fyrrum leikmaður KR, Vals og Fjölnis
 • Momcilo Sandic – Svartfjallaland
 • Jazmina Perazic – Þjálfari Georgian Court háskólans í Bandaríkjunum og fyrrum meðlimur New York Liberty í WNBA deildinni og Ólympíuliðs Júgóslavíu í körfubolta
 • Jóhannes Albert Kristbjörnsson – Yngri flokka þjálfari hjá Njarðvík og fyrrum leikmaður í Úrvalsdeild karla
 • Florian Jovanov – Leikmaður meistaraflokks karla hjá Hamri og yngri flokka þjálfari hjá Hrunamönnum
 • Borce Ilievski – Þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR en Borce var einmitt einn af upphafsmönnum Körfuboltabúðanna fyrir röskum áratug
 • Helgi Hrafn Ólafsson – Aðstoðarþjálfari hjá ÍR
 • Nebojsa Knezevic – Leikmaður meistaraflokks karla  og þjálfari drengjaflokks hjá Vestra
 • Nemanja Knezevic –  Leikmaður meistaraflokks karla hjá Vestra
 • Yngvi Páll Gunnlaugsson – Yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Vestra

Búðirnar verða settar síðdegis þriðjudaginn 4. júní og þeim lýkur að morgni 9. júní. Enn eru örfá pláss laus og hægt að skrá sig á heimasíðu búðanna.