Lokaumferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld með fjórum leikjum þar sem úrslitin réðust í deildarkeppninni. Valur stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið 17 leiki í röð í lok tímabils.

Framundan er úrslitakeppnin, hápunktur körfuboltatímabilsins. Í ljós er komið hvaða lið munu mætast í undanúrslitum og ljóst að framundan eru rosaleg einvígi.

Viðureignirnar í undanúrslitum eru eftirfarandi:

Valur (1) – KR (4)

Keflavík (2) – Stjarnan (3)

Úrslitakeppnin hefst næstkomandi þriðjudag þann 2. apríl með einum leik en hinn leikurinn fer fram daginn eftir. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna inn sæti í úrslitaeinvíginu.