Lokaumferð Dominos deildar karla fór fram í gærkvöldi með sex leikjum þar sem úrslitin réðust í deildarkeppninni. Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið tíu af ellefu leikjum sínum eftir áramót.

Framundan er úrslitakeppnin, hápunktur körfuboltatímabilsins. Í ljós er komið hvaða lið munu mætast í átta liða úrslitum og ljóst að framundan eru rosaleg einvígi.

Viðureignirnar í átta liða úrslitum eru eftirfarandi:

Stjarnan (1) – Grindavík (8)

Njarðvík (2) – ÍR (7)

Tindastóll (3) – Þór Þ (6)

Keflavík (4) – KR (5)

Úrslitakeppnin hefst næstkomandi fimmtudag þann 21. mars með tveimur leikjum en hinir tveir leikirnir fara fram daginn eftir. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna inn sæti í undanúrslitum.