Staðfest er að Los Angeles Lakers verður ekki með í úrslitakeppni NBA deildarinnar þetta árið. Þetta er í sjötta árið í röð sem Lakers missir af úrslitakeppninni.

Einn allra besti leikmaður sögunnar, Lebron James gekk til liðs við Lakers fyrir tímabilið og voru miklar væntingar gerðar til liðsins að gera betur í ár. Tap gegn DiAngelo Russell og félögum í Brooklyn Nets staðfesti að liðið verður ekki með í úrslitakeppninni.

Það er ótrúleg staðreynd að þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2005 sem úrslitakeppni NBA deildarinnar verður án Lebron James. Þá lék hann með Cleveland Cavaliers sem missti af úrslitakeppni á síðasta degi deildarkeppninni.

Ýmislegt hefur breyst á þessum fjórtán árum. Til að gefa betri mynd af því hvernig heimurinn var þegar við upplifðum síðast Lebronlausa úrslitakeppni er dálítil upptalning hér að neðan.

Svona var heimurinn síðast þegar Lebron missti af úrslitakeppni:

 1. Youtube var fundið upp nokkrum mánuðum áður.
 2. Söluhæstu myndirnar í Bandaríkjunum þennan mánuðinn voru Sin City og The Amtiville Horror
 3. Efsta lagið á Billboard listanum var “Candy Shop” með 50 Cent og Olivia.
 4. Nokkrum dögum eftir að Lebron missti af úrslitakeppninni var lokaþáttur fyrstu þáttaraðar The Office frumsýndur.
 5. iPhone var ekki til og enn voru tvö ár í fyrstu útgáfuna af símanum
 6. Harry Potter og blendingsprinsinn var gefin út þremur mánuðum eftir að síðasta Lebron James lausa úrslitakeppnin hófst.
 7. Twitter og Instagram var ekki til – Facebook hét enþá thefacebook.com
 8. Heitasti bitinn í nýliðavali sumarsins, Zion Williamson var fimm ára
 9. Líkt og árið 2019 sigraði New England Patriots Ofurskálina. Þá hafði Tom Brady hinsvegar “einungis” unnið tvo titla, í dag eru þeir sex
 10. Drake lék aðalhlutverkið í kanadísku sjónvarpsseríunni Degrassi: The Next Generation. Þá hét hann líka bara Aubrey Graham.
 11. Svona var Lebron: