Stjarnan sigraði Njarðvík í toppslag Domino’s deildarinnar í Ásgarði í kvöld, 82-76 í miklum háspennuleik. Njarðvíkingar höfðu haft nokkurn yfirhöndina megnið af jöfnum leiknum þar til lukkudísirnar snérust Garðbæingum í vil í seinni hálfleik. Stjarnan er nú jöfn Njarðvík að stigum í töflunni en ná toppsætinu þar sem þeir sigruðu Njarðvík með meira en 4 stigum og þar með innbyrðis yfirhöndina.

Keflavík sigraði Hauka nokkuð örugglega 80-65, þar sem Gunnar Ólafsson leiddi Keflavík með 19 stig en hjá Haukum var það Hilmar Henningsson sem einnig með 19 stig.