Líkt og síðustu tímabil setti Karfan upp spá fyrir deildarkeppnina í Dominos deildinni þar sem sérfræðingar og pennar Karfan.is settu sig í spámannssætið og stóðu sig með ágætum.

Hástökkvarar töflunnar var KR sem var spáð 7. sæti deildarinnar en endaði í því fjórða. Snæfell endaði mun neðar en spáin gerði ráð fyrir en Karfan spáði Blikum falli og hafði rétt fyrir sér. Karfan spáði því þó að Keflavík yrði deildarmeistarar og hafði rangt fyrir sér þar.

Spánna og lokastöðuna má finna hér að neðan:

Spá Körfunnar fyrir tímabilið:

 1. Keflavík
 2. Snæfell
 3. Stjarnan
 4. Valur
 5. Haukar
 6. Skallagrímur
 7. KR
 8. Breiðablik

Lokastaðan í Dominos deild karla (í sviga breyting frá spánni):

 1. Valur (+3)
 2. Keflavík (-1)
 3. Stjarnan (-)
 4. KR (+3)
 5. Snæfell (-3)
 6. Haukar (-1)
 7. Skallagrímur (-1)
 8. Breiðablik (-)