Líkt og síðustu tímabil setti Karfan upp spá fyrir deildarkeppnina í Dominos deildinni þar sem sérfræðingar og pennar Karfan.is settu sig í spámannssætið og stóðu sig merkilega vel í þetta skiptið.

Hástökkvarar töflunnar voru Þórsarar frá Þorlákshöfn sem var spáð 10 sæti deildarinnar en endaði í því sjötta. Grindavík og Haukar enduðu neðar en sérfræðingar Körfunnar gerðu ráð fyrir. Karfan spáði því þó að Stjarnan yrði deildarmeistarar og hafði rétt fyrir sér þar.

Spánna og lokastöðuna má finna hér að neðan:

Spá Körfunnar fyrir tímabilið:

1. Stjarnan
2. Tindastóll
3. Njarðvík
4. KR
5. Keflavík
6. Grindavík
7. ÍR
8. Haukar
9. Valur
10. Þór Þ.
11. Skallagrímur
12. Breiðablik

Lokastaðan í Dominos deild karla (í sviga breyting frá spánni):

 1. Stjarnan (-)
 2. Njarðvík (+1)
 3. Tindastóll (-1)
 4. Keflavík (+1)
 5. KR (-1)
 6. Þór Þ (+4)
 7. ÍR (-)
 8. Grindavík (-2)
 9. Valur (-)
 10. Haukar (-2)
 11. Skallagrímur (-)
 12. Breiðablik (-)