Í kvöld lýkur 25. umferð Dominos deildar kvenna með þremur leikjum þar sem gríðarlega mikilvægir leikir fara fram.

Risaslagur fer fram í Origo höllinni í kvöld þar sem efstu tvö liðin leika innbyrgðis. Valur tekur á móti Keflavík í leik sem gæti reynst úrslitaleikur í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.

Staðfest hefur verið að Sara Rún Hinriksdóttir mun leika með Keflavík í kvöld en tímabili hennar hjá Cancius skólanum er lokið og þar með ferli hennar hjá skólanum.

Fjögur ár eru síðan Sara lék síðast í Dominos deildinni en hún var ein af betri leikmönnum deildarinnar þegar hún fór til Bandaríkjana. Ferill hennar hjá Cancius var mjög farsæll og því spennandi að sjá hvernig hún kemur aftur inní deildina.