Stjarnan lagði KR í kvöld með 22 stigum, 80-58, í 23 umferð Dominos deildar kvenna. Eftir leikinn er Stjarnan í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig, en KR sæti ofar með 30. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni að harðna all verulega, en Snæfell er í fimmta sætinu með 26 stig þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við þjálfara Stjörnunnar, Pétur Már Sigurðsson, eftir leik í Ásgarði.