Það dregur heldur betur til tíðinda í dag þar sem Körfuknattleikssambandið sendi í gær boð á blaðamannafund í hádeginu í dag. Tilefnið er að kynna á nýjan A-landsliðsþjálfara kvenna.

Það er því ljóst að arftaki Ívars Ásgrímssonar með kvennalandsliðið er fundinn en leitin hefur tekið nokkurn tíma. Ívar lét að störfum eftir síðasta leik Íslands í undankeppni heimsmeistarakeppninnar þann 21. nóvember síðastliðinn.

Blaðamannafundurinn verður kl 11:45 í dag og mun Karfan greina frekar frá tíðindum um leið og þau gerast.