Körfuknattleiksþing KKÍ fór fram í Laugardalnum fyrr í dag þar sem helstu ákvarðanir um framtíð körfunnar verða teknar.
Síðasti dagskrárliður þingsins var kjör í stjórn KKÍ og fastanefndar. Hannes S. Jónsson var einn í kjöri fyrir formann og var því sjálfkjörinn með dynjandi lófaklappi.
Þá var ljóst fyrir daginn að Páll Kolbeinsson og Eyjólfur Þór Guðlaugsson gæfu ekki kost á sér í áframhaldandi stjórnarsetu. Þeir Herbert Arnarson, Jón Bender og Guðni Hafsteinsson koma nýjir inní stjórn fyrir þá félaga. Hlutverkaskipan innan nefndarinnar verður ákveðin á fyrsta fundi hennar.
Einnig var kosið í aðrar fastanefndir KKÍ s.s. aga- og úrskurðarnefnd, áfrýjunardómstóll KKÍ og skoðunarmenn reikninga.
Kosningarnar fóru því eftirfarandi:
Stjórn KKÍ:
Formaður Hannes S. Jónsson
Aðrir stjórnarmenn: Birna Lárusdóttir, Einar Karl Birgisson, Erlingur Hannesson, Ester Alda Sæmundsdóttir, Guðbjörg Norðfjörð, Lárus Blöndal, Jón Bender, Guðni Hafsteinsson og Herbert Arnarson.
Aga- og úrskurðarnefnd: Þórólfur Þorsteinsson, formaður, Björgvin Björnsson, Hrefna Dögg Gunnarsdóttir, Kristinn G. Kristinsson, María Káradóttir og Birkir Guðmundsson.
Áfrýjunardómstóll KKÍ: Halldór Halldórsson, Jóhannes Karl Sveinsson og Ingimar Ingason. Varamenn: Einar Hugi Bjarnason, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Nökkvi Már Jónsson.
Skoðunarmenn reikninga: Páll Kolbeinsson og Sigurður Guðjón Gíslason.
Mynd: Jónas H. Ottóson