Nebojsa Knezevic, leikstjórnandi Vestra, mun missa af leik 2 í undanúrslitaseríu liðsins við Fjölni um laust sæti í Úrvalsdeild karla á næsta tímabili en hann fékk í 1 leiks bann fyrir tvær óíþróttamannslegar villur í fyrsta leik liðanna síðastliðinn föstudag.

Hvorug villan var gróf en báðar þess eðlis að dómararnir töldu að hann hefði ekki verið að reyna að ná til boltans.

Þar sem Nebojsa hafði fengið áminningu fyrr tímabilinu fyrir eina óþróttamannslega villu og eina tæknivillu í sama leiknum þá þýddi það að hann fékk sjálkrafa 1 leikja bann.

Nebosja verður því í banni í kvöld þegar að Vestri tekur á móti Fjölni í öðrum leik undanúrslita 1. deildrinnar.