Molduxamótið 2019

Valur urðu Molduxameistarar 2015

Hið árlega Molduxamót í hinni fallegu íþrótt körfubolta, verður haldið laugardaginn 4. maí 2019 í íþróttahúsinu á Sauðárkróki (Síkinu).

Mótið verður með sama sniði og á síðasta ári og verður boðið uppá þrjá keppnisflokka:

Karlar 40+ ára
Karlar 30+ ára
Kvennaflokkur

Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Val Valssyni í síma 861 9802 eða í netfanginu: valurvalsson@gmail.com

Að loknu móti er síðan gert ráð fyrir kvöldverði og kvöldvöku. Liðin eru hvött til að koma með gott atriði fyrir kvöldvökuna.

Nánari upplýsingar um mótið og tilhögun þess verða svo birtar á heimasíðu og fésbókarsíðu Molduxa þegar nær dregur móti.