Matti var afskaplega ósáttur með hittni sinna manna í kvöld í tapinu geng KR á heimavelli ÍR:

Þetta var ekkert skelfilegt hjá ykkur…en mikið ofaní og uppúr þó…

Okkur vantaði bara smá sjálfstraust einkum í fjórða leikhluta og setja skotin okkar niður…þetta voru gersamlega galopin skot…en svona er þetta…

Jájá..floterarnir voru leiðinlegir við þig…

Okkur vantaði kannski svolítið að halda bara áfram…þó við klúðrum 2-3 skotum þá er þetta körfubolti og maður er alltaf að fara að klúðra einhverjum skotum, maður þarf bara að halda áfram með sjálfstraustið uppi. Ekki láta það hafa einhver áhrif á sig.

Þið voruð að elta allan leikinn, þeir sem eru gáfaðir um körfubolta segja að það sé erfitt og það er satt er það ekki…?

Jújú það er það en mér fannst þetta nú kannski frekar dapur leikur hjá báðum liðum, mér fannst ekki mikil ákefð í þessu. En ég er svekktur með þetta, mér fannst við geta gert mun betur, komum frá góðum sigri og svekkjandi að bregðast við svona. Við ætluðum að vinna þennan leik og koma á smá skriði inn í úrslitakeppni og seríu þar sem við munum vera underdogs.

Já, horfðuð þið á leikinn þannig? Skiptir það einhverju máli fyrir ykkur hvort þið endið í sæti 7 eða 8?

Nei það skiptir engu máli. En við erum með lið sem hefur ekki spilað neitt alltof marga leiki með sama kjarna. Hver einasti leikur er mikilvægur, það er meira en að segja það að kjarni liðsins komi ekki saman fyrr en um áramót og ætla að slípa sig saman þá. Það skiptir bara miklu máli að nota þá leiki sem við höfum til að reyna að verða betri saman. Mér fannst við ekki vera að gera það í dag.

Eruð þið að fara í Grindavík til að koma ykkur í gírinn fyrir úrslitakeppnina frekar en að líta á leikinn sem einhverja keppni um sjöunda sætið?

Ég held að okkur sé sama um hvort liðið við fáum af þessum efstu. Við þurfum að fara inn í þann leik með það í huga hvernig við ætlum að spila í úrslitakeppninni sem er hægari og harðari leikur. Við þurfum að vera harðari varnarlega, ýta svolítið frá okkur og sóknarlega þurfum við einfaldlega að standast smá pressu – ef við fáum opið skot þurfum við bara að setja það.

Þið þurfið aðeins meiri töffaraskap kannski?

Já algerlega, ég er sammála því

Meira má lesa um leikinn hér

Viðtal: Kári Viðarsson