Alba Berlín tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaeinvígi Eurocup eftir frábæran útisigur á Monabanc Andorra.

Segja má að Alba hafi farið langt með sigurinn með frábærum fyrri hálfleik þar sem liðið leiddi 42-51. Andorra gerði atlögu að leiknum í seinni hálfleik en niðurstaðan góður 81-87 sigur Alba Berlín.

Martin Hermannsson gengdi mikilvægu hlutverki líkt og áður. Hann endaði með 11 stig, 2 stolna bolta og 2 fráköst.

Liðið er þar með á leiðinni í úrslitaeinvígi þessarar gríðarlega sterku keppni. Liðið mætir þar stórliði Valencia en sigra þarf tvo leiki til að lyfta bikarnum. Einvígð hefst 9. apríl næstkomandi.

Helstu tilþrif úr leiknum í kvöld má finna hér að neðan: