Lykilleikmaður 22. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Íslandsmeistara Hauka, Þóra Kristín Jónsdóttir. Á 33 mínútum spiluðum í sigri á KR skilaði Þóra 19 stigum, 10 fráköstum, 6 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Stjörnunnar, Bríet Sif Hinriksdóttir, leikmaður Vals, Bergþóra Holton Tómasdóttir og leikmaður Snæfells, Kristen McCarthy.