Lykilleikmaður 20. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður ÍR, Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Á rúmum 37 mínútum spiluðum í sigri á toppliði Njarðvíkur skilaði Sigurður tröllatvennu, 21 stigi og 20 fráköstum. Við það bætti hann svo við 6 stoðsendingum, 3 stolnum boltum og 2 vörðum skotum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður KR, Julian Boyd, leikmaður Grindavíkur, Jordy Kuiper og leikmaður Vals, Dominique Rambo.