Lykilleikmaður 18. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Hauka, Russell Woods Jr. Á tæpum 37 mínútum spiluðum í góðum sigri liðsins á Íslandsmeisturum KR skilaði Woods 27 stigum, 7 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum. Þá var hann framlagshæsti leikmaður leiksins með 25 framlagsstig fyrir frammistöðu sína.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Stjörnunnar, Tómas Þórður Hilmarsson, leikmaður ÍR, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og leikmaður Njarðvíkur, Erik Katenda.