Lykilleikmaður 22. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Tindastóls, Philip Alawoya. Á 28 mínútum spiluðum í nokkuð öruggum sigri liðsins á Keflavík var Alawoya besti leikmaður vallarins. Skoraði 20 stig, tók 11 fráköst, gaf 2 stoðsendingar, stal 2 boltum og varði eitt skot. Þá var skotnýting hans einnig til fyrirmyndar, 100% úr tveimur vítum og 69% úr þeim 13 skotum sem hann tók af vellinum.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður ÍR, Kevin Capers, leikmaður Vals, Ragnar Ágúst Nathanaelsson og leikmaður Stjörnunnar, Antti Kanervo.