Lykilleikmaður 19. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður KR, Michael Di Nunno. Á tæpum 32 mínútum spiluðum í góðum endurkomusigri Íslandsmeistaranna á Grindavík skoraði Di Nunno 32 stig, tók 3 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og stal 2 boltum. Þá var nýting hans fyrir utan þriggja stiga línuna frábær, þaðan setti hann niður 7 af 10 tilraunum sínum.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Keflavíkur, Michael Craion og leikmaður Tindastóls, Phillip Alawoya.