Lykilleikmaður 21. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður KR, Kristófer Acox. Á rúmum 34 mínútum spiluðum í 80-72 sigri sinna manna á ÍR skilaði Kristófer 21 stigi, 17 fráköstum, 2 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Þá var skotnýting hans í leiknum til fyrirmyndar, þar sem hann setti 9 af 12 skotum sínúm niður.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Þórs, Halldór Garðar Hermannsson, leikmaður Keflavíkur, Ágúst Orrason og leikmaður Stjörnunnar, Brandon Rozzell.