Lykilleikmaður 26. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Breiðabliks, Ivory Crawford. Á tæpum 38 mínútum spiluðum í eins sttigs sigri liðsins á KR skilaði hún 34 stigum, 28 fráköstum, 7 stoðsendingum, 3 stolnum boltum og vörðu skoti. Í heildina var hún með 52 framlagsstig í leiknum, en það er það fjórða hæsta sem leikmaður hefur skilað það sem af er vetri.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Snæfells, Katarina Matijevic, leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir og leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez.