Lykilleikmaður 25. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins. Á rúmum 32 mínútum spiluðum í nokkuð þægilegum sigri liðsins á Íslandsmeisturum Hauka var Dinkins besti leikmaður vallarins. Skoraði 32 stig, tók 12 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 4 boltum. Þá var nýting hennar af gjafalínunni til fyrirmyndar, þar sem hún setti niður 7 af 8 vítaskotum sínum í leiknum.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir, leikmaður Snæfells, Kristen McCarthy og leikmaður Stjörnunnar, Veronica Dzhikova.