Lykilleikmaður 27. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Birna Valgerður Benónýsdóttir. Á aðeins rúmum 16 mínútum spiluðum í góðum 81-69 sigurleik liðsins á Breiðablik skilaði Birna 15 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti. Þá var skotnýting hennar frábær, en hún setti 7 af 9 skotum sínum niður af vellinum, 78%.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður KR, Kiana Johnson, leikmaður Vals, Heather Butler og leikmaður Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir.