Næstsíðasta umferð Dominos deildar kvenna fer fram í dag með fjórum leikjum. Mikil barátta er um alla deild en línur eru við það að skýrast.

Stjarnan hefur harma að hefna þegar liðin sem mættust í úrslitum bikarkeppninnar mætast. Valsarar hafa unnið 16 leiki í röð og geta tryggt deildarmeistaratitilinn í kvöld.

Snæfell getur komist upp fyrir KR í fjóra sæti deildarinnar og komist þar með í úrslitakeppnissæti. Þá geta Blikar fallið með tapi í Keflavík en liðið hefur náð í þrjá frábæra sigra síðustu misseri.

Nánar verður fjallað um leiki dagsins á Körfunni síðar í dag.

Leikir dagsins:

Dominos deild kvenna:

Stjarnan – Valur kl 16:30

Snæfell – Haukar kl 16:30

Keflavík – Breiðablik kl 16:30

Skallagrímur – KR kl 16:30

1. deild kvenna – úrslitakeppn

Fjölnir-Njarðvík kl 19:00